Reykjavíkurborg hefur endurnýjað samninga við Samtökin '78 og Fjölsmiðjuna. Borgarráð samþykkti þetta á síðasta fundi sínum að tillögu Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Samningurinn við Samtökin '78 gildir til 31
— Morgunblaðið/Ómar

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Reykjavíkurborg hefur endurnýjað samninga við Samtökin '78 og Fjölsmiðjuna. Borgarráð samþykkti þetta á síðasta fundi sínum að tillögu Einars Þorsteinssonar borgarstjóra.

Samningurinn við Samtökin '78 gildir til 31. maí 2025. Heildarkostnaður vegna samningsins er samtals krónur 8.905.400. Framlag Reykjavíkurborgar til Fjölsmiðjunnar nemur 7,2 milljónum króna á þessu ári.

Samningurinn við Samtökin '78 er um hinseginfræðslu og þjónustu við samkynhneigða, tvíkynhneigða, pankynhneigða, eikynhneigða, intersex og trans fólk, sameiginlega nefnt hinsegin fólk í samkomulaginu.

Hlutverk þjónustusalans, Samtakanna '78, er að skipuleggja og framkvæma fræðslufundi um hinsegin fólk

...