Mótlæti. Maður óskar sér ekki mótlætis í afmælisgjöf. Orðið þýðir andstreymi, raunir, erfiðleikar. En því er það nefnt að harmað var að ekki væri til andheiti líkt og meðbyr er til við mótbyr – meðlæti þýddi víst bara…

Mótlæti. Maður óskar sér ekki mótlætis í afmælisgjöf. Orðið þýðir andstreymi, raunir, erfiðleikar. En því er það nefnt að harmað var að ekki væri til andheiti líkt og meðbyr er til við mótbyrmeðlæti þýddi víst bara kaffibrauð. Svo er þó ekki, meðlæti þýðir líka hamingja, velgengni og talað er um meðlæti og mótlæti.