Ofdekraður hani Chucky alsæll í sveitinni í fangi sinnar mennsku móður.
Ofdekraður hani Chucky alsæll í sveitinni í fangi sinnar mennsku móður. — Morgunblaðið/Kristín Heiða

Hænur af kyni því sem heitir pekin bantam (einnig kallaðar cochin-hænur) þekkjast vel á smæðinni og fiðruðum fótum. Þær eru nokkuð kúlulaga og sumir segja þær vera einna líkastar litlum lifandi boltum. Einnig eru þær sagðar sérdeilis blíðar og vinalegar og svo krúttlegar að þær séu tilvalinn kostur sem gæludýr fyrir börn.

Pekin bantam-hænur koma frá Kína, hægt er að rekja sögu þeirra aftur til 17. aldar, en á 19. öld komu þær til Evrópu frá sumarhöll í Peking, þegar Qing-keisaraættin réð ríkjum. Breskir hermenn sem réðust inn í sumarhöll keisarans, kynntu þessar hænur fyrir löndum sínum þegar þeir tóku þær með sér heim frá Kína árið 1860. Til eru sögusagnir um að hópur slíkra hænsna hafi verið færður þáverandi Bretadrottningu að gjöf, Viktoríu, en keisarinn í Kína, Xianfeng, ku hafa haft mikið dálæti á þessum sætu hænum sínum. Á fyrri tímum voru slíkar hænur mjög vinsælar hjá konungbornum. Um víða veröld eru pekin bantam-hænur orðnar sérdeilis vinsælar sem hænur til að halda

...