Þýski knattspyrnumaðurinn Ilkay Gündogan er að ganga til liðs við Englandsmeistara Manchester City á nýjan leik, ári eftir að hann yfirgaf félagið á frjálsri sölu og samdi við Barcelona á Spáni. Það er BBC sem greinir frá þessu en Gündogan lék með…

Þýski knattspyrnumaðurinn Ilkay Gündogan er að ganga til liðs við Englandsmeistara Manchester City á nýjan leik, ári eftir að hann yfirgaf félagið á frjálsri sölu og samdi við Barcelona á Spáni. Það er BBC sem greinir frá þessu en Gündogan lék með City frá 2016 til 2023, spilaði 304 leiki og skoraði 60 mörk í öllum keppnum. Alls vann Gündogan 14 bikara með liðinu.

Handknattleiksmaðurinn Valdimar Örn Ingvarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Selfoss. Hann var í stóru hlutverki í liði Selfoss sem féll úr úrvalsdeildinni niður í þá næstefstu á síðustu leiktíð.

Knattspyrnumaðurinn Rhys Williams er farinn á láni frá Liverpool og til Morecambe sem leikur í ensku D-deildinni, Lánssamningur Williams gildir þangað til í jánúar. Williams, sem er 23 ára gamall miðvörður, var í hlutverki

...