„Það er rólegt yfir þessu í augnablikinu en það eru auðvitað allir á tánum og tilbúnir að bregðast við ef það fer að gjósa,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, við mbl.is um miðjan dag í gær, en áfram voru taldar…
Úlfar Lúðvíksson
Úlfar Lúðvíksson

„Það er rólegt yfir þessu í augnablikinu en það eru auðvitað allir á tánum og tilbúnir að bregðast við ef það fer að gjósa,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, við mbl.is um miðjan dag í gær, en áfram voru taldar miklar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúkagígaröðinni.

Í tilkynningu sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi frá sér í gærmorgun segir að þeim hafi fækkað sem dvelja í húsum sínum að næturlagi í Grindavík en dvalið var í 22 húsum í bænum í fyrrinótt en í síðustu viku var dvalið í 34 húsum.

„Það hefur aðeins dregið úr þessum fjölda og við höfum ekki upplýsingar um að börn hafi dvalið í bænum síðastliðna nótt,“ sagði Úlfar en í tilkynningu lögreglustjórans kom fram að íbúar, starfsmenn og gestir væru inni á hættusvæði á eigin ábyrgð og hver og einn yrði að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða

...