Ljósmyndarinn Eva Ágústa Aradóttir opnar sýninguna Hinsegin – einhverf í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur á laugardag, 24. ágúst, kl. 17. Þar verður til sýnis safn mynda sem Eva Ágústa tók af einstaklingum sem eru hinsegin og staðsetja sig á…
Eva Ljósmynd Evu Ágústu af nöfnu sinni Evu Yggdrasil Q. Erlenardóttur.
Eva Ljósmynd Evu Ágústu af nöfnu sinni Evu Yggdrasil Q. Erlenardóttur.

Ljósmyndarinn Eva Ágústa Aradóttir opnar sýninguna Hinsegin – einhverf í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur á laugardag, 24. ágúst, kl. 17. Þar verður til sýnis safn mynda sem Eva Ágústa tók af einstaklingum sem eru hinsegin og staðsetja sig á einhverfurófi, með eða án einhverfugreiningar. Eva Ágústa, sem sjálf er trans og á einhverfurófi, hefur undanfarin ár einbeitt sér að því að segja sögur af fólki út frá sínum hugmyndum um það, segir í tilkynningu.

„Frá unga aldri hefur hún fylgst með því hvernig óeinhverfir haga sér í samfélaginu og út frá því hefur hún reynt að breyta hegðun sinni til þess að passa betur inn í samfélagið. Einhverfir verða gjarnan utanveltu vegna skynjunar sinnar á umhverfinu. Í dag notar Eva þessa óhefðbundnu skynjun sem styrkleika í myndsköpun sinni.“ Eva lærði ljósmyndun í Tækniskólanum í Reykjavík árið 2009 og lauk sveinsprófi 2011.

Sýningin stendur til 3. nóvember 2024.