Samantha Smith miðjumaður Breiðabliks var besti leikmaður 17. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins.

Samantha átti mjög góðan leik og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína þegar Breiðablik hafði betur gegn Þrótti úr Reykjavík, 4:2, þriðjudaginn 20. ágúst en 17. umferðin var leikin fimmtudaginn 15. ágúst og svo síðastliðinn þriðjudag.

Samantha lagði upp tvö mörk í leiknum gegn Þrótturum, á 25. mínútu fyrir Birtu Georgsdóttur og á 45. mínútu fyrir Karitas Tómasdóttur. Hún átti svo skot að marki Þróttara á 54. mínútu sem Mollee Swift varði fyrir fætur Vigdísar Lilju Kristjánsdóttur sem skoraði af stuttu færi. Samantha skoraði svo fjórða mark leiksins á 69. mínútu með skoti rétt utan teigs. Þetta var fyrsti deildarleikur hennar fyrir Breiðablik og kom hún að öllum fjórum mörkum Blika í

...