Örn Friðriksson, fyrrverandi varaforseti Alþýðusambands Íslands, lést á Landspítalanum Fossvogi 13. ágúst sl., 83 ára að aldri.

Örn fæddist 30. maí 1941 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðrún Margrét Árnadóttir húsmóðir og Friðrik Sigurðsson verkamaður.

Örn lauk sveinsprófi í vélvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík 1962 og stundaði tækninám í Leipzig og Karl Marx Stadt í Austur-Þýskalandi á árunum 1964-1965.

Hann stundaði sjómennsku hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur 1957-58 og vann vélvirkjastörf hjá Vélsmiðjunni Héðni með hléum frá 1958 til 1967. Þá starfaði hann við Búrfellsvirkjun sem vélvirki 1968-1969. Hann vann vélvirkja- og félagsmálastörf hjá Íslenska álfélaginu 1969-1989 og skrifstofustörf hjá Félagi járniðnaðarmanna frá 1989 þegar hann tók þar við formennsku.

Örn sat

...