Lyngbúi fannst ekki við athuganir í Norðfirði í sumar og kann að vera með öllu horfinn úr firðinum. Hvarf þessarar sjaldgæfu og friðuðu plöntu er ekki dularfullt, sökudólgurinn er að öllum líkindum lúpínan sem breitt hefur úr sér í hlíðum fjallanna í Norðfirði, sem og víðar
Austurland Lúpínan kann að hafa kæft lyngbúann sem hvarf úr Norðfirði.
Austurland Lúpínan kann að hafa kæft lyngbúann sem hvarf úr Norðfirði. — Ljósmyndir/Guðrún Óskarsdóttir

Sonja Sif Þórólfsdóttir

sonja@mbl.is

Lyngbúi fannst ekki við athuganir í Norðfirði í sumar og kann að vera með öllu horfinn úr firðinum. Hvarf þessarar sjaldgæfu og friðuðu plöntu er ekki dularfullt, sökudólgurinn er að öllum líkindum lúpínan sem breitt hefur úr sér í hlíðum fjallanna í Norðfirði, sem og víðar.

Guðrún Óskarsdóttir, gróðurvistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, segir að um þróun yfir marga áratugi sé að ræða. „Við höfum verið að leita að lyngbúa meðfram öðrum verkum síðustu ár. Síðastliðin nokkur ár höfum verið að fylgjast með

...