Það bar helst til tíðinda að heitt vatn tekið af stórum hluta þjóðarinnar fyrr í vikunni. Jón Jens Kristjánsson orti er hann heyrði tíðindin: Þó yfirleitt séu það engir sóðar og iðki hreinsun með réttum brag getur samt ekki þriðjungur þjóðar þvegið sér fyrr en á miðvikudag

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Það bar helst til tíðinda að heitt vatn tekið af stórum hluta þjóðarinnar fyrr í vikunni. Jón Jens Kristjánsson orti er hann heyrði tíðindin:

Þó yfirleitt séu það engir sóðar
og iðki hreinsun með réttum brag
getur samt ekki þriðjungur þjóðar
þvegið sér fyrr en á miðvikudag.

Gunnar J. Straumland glímir nú við kóvíð-kórónuveiruna. Hann ákvað því að dusta rykið af ákvæðakvæði sínu og kveða hana niður, enn einu sinni, og vonandi fyrir fullt og allt:

Megi þú æla í afræktu hori,
örvasa kala í landnyrðingsvori,
þú kokdrullukórónuveira.
Slái þig blinda og slímhúðarflæði,
sleifarlagsmálfar og þágufallsæði,
bragfræðasultur og seyra.
Verði þú málstola, visin

...