Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á fundi sínum í gær að stýrivextir myndu haldast óbreyttir í 9,25%. Ákvörðunin var í takt við spár greiningaraðila. Í rökstuðningi sínum með ákvörðuninni kemur fram að undirliggjandi verðbólga sé enn mikil og hækkanir á breiðum grunni
Stýrivextir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu á fundi peningastefnunefndar.
Stýrivextir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu á fundi peningastefnunefndar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á fundi sínum í gær að stýrivextir myndu haldast óbreyttir í 9,25%. Ákvörðunin var í takt við spár greiningaraðila.

Í rökstuðningi sínum með ákvörðuninni kemur fram að undirliggjandi verðbólga sé enn mikil og hækkanir á breiðum grunni. Þá hafa verðbólguvæntingar breyst lítið og verið yfir markmiði. Nokkur spenna sé enn til staðar í þjóðarbúinu og lítið dregið úr henni frá síðasta fundi. Horfur eru að að það taki tíma að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgunnar.

Valdimar Ármann, fjárfestingastjóri A/F rekstraraðila, segir í samtali við Morgunblaðið að í ljósi þeirra skilaboða sem nefndin hefur gefið á síðustu fundum og hins harða tóns í yfirlýsingum í kringum vaxtaákvarðanir komi

...