Skáldsaga Sonurinn ★★★★½ Eftir Michel Rostain. Friðrik Rafnsson íslenskaði. Ugla útgáfa, 2024. Kilja, 174 bls.
Höfundurinn Gagnrýnandi segir Michel Rostain segja frá með „heiðarlegum, frumlegum og fallegum hætti“.
Höfundurinn Gagnrýnandi segir Michel Rostain segja frá með „heiðarlegum, frumlegum og fallegum hætti“. — Ljósmynd/Eliane Faucon-Dumont

Bækur

Einar Falur Ingólfsson

Ófáar sögurnar hafa verið skrifaðar um andlát náins ættingja en það er fáséð að sá látni segi frá. Og það gengur sérdeilis vel upp í þessari hrífandi sögu sem er grallaraleg á köflum en líka afskaplega hjartnæm. Enda fjallar hún um þungbæran missi franskra hjóna sem missa einkasoninn 21 árs gamlan úr heilahimnubólgu. Og er byggð á raunverulegu láti Leós sonar höfundarins, Michels Rostains; ungs manns sem var að ljúka heimspekinámi, dreymdi um framhaldsnám á Íslandi og lífið blasti við. Þar til það sem talið var flensa reyndist vera miklu alvarlegri veikindi.

Sonurinn kom út í Frakklandi árið 2011 og vakti strax mikla athygli; hlaut hún hin virtu Goncourt-verðlaun í flokki fyrstu skáldsögu höfundar og seldist mjög vel. Rostain er tónlistarmenntaður og þekktur

...