Töluverð óvissa ríkir um áframhald hlaupsins í Skaftá við Sveinstind og mögulega stærð þess. Enda lýsti ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, yfir óvissustigi almannavarna í gær vegna Skaftárhlaups
Skaftárhlaup Síðasta hlaup í Skaftá varð árið 2021. Mikil óvissa ríkir um hlaupið sem nú stendur yfir en upptök þess eru óljós. Mynd úr safni.
Skaftárhlaup Síðasta hlaup í Skaftá varð árið 2021. Mikil óvissa ríkir um hlaupið sem nú stendur yfir en upptök þess eru óljós. Mynd úr safni. — Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Elínborg Una Einarsdóttir

elinborg@mbl.is

Töluverð óvissa ríkir um áframhald hlaupsins í Skaftá við Sveinstind og mögulega stærð þess. Enda lýsti ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, yfir óvissustigi almannavarna í gær vegna Skaftárhlaups.

Hlaupið hófst á þriðjudag en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hélt rennsli í Skaftá áfram að vaxa í hægum vexti í gær. Mældist rennslið um 180 rúmmetrar á sekúndu um klukkan 17. Það er sambærilegt rennsli og

...