Emilía í París (Emily in Paris) er snúin aftur á skjáinn í fjórðu seríunni af samnefndri þáttaröð og nú velti ég í fúlustu alvöru fyrir mér hvernig sjónvarpsefni getur verið svona slæmt, og gott, í senn
Netflix Lily Collins fer með hlutverk Emily.
Netflix Lily Collins fer með hlutverk Emily. — AFP/Valerie Macon

Snædís Björnsdóttir

Emilía í París (Emily in Paris) er snúin aftur á skjáinn í fjórðu seríunni af samnefndri þáttaröð og nú velti ég í fúlustu alvöru fyrir mér hvernig sjónvarpsefni getur verið svona slæmt, og gott, í senn. Þessi nýjasta þáttaröð bætir litlu við þær fyrri – í það minnsta hingað til, en seinni helmingur hennar verður ekki aðgengilegur á Netflix fyrr en seinna – en matar áhorfendur hins vegar á sömu gamalkunnu klisjunum. Sögupersónurnar hlaupa einfaldlega í endalausa hringi og það er eins og handritshöfundar séu hræddir við að leyfa sögunni að þróast. Það má kannski segja að ég hafi haturshorft (e. hate watch) á Emilíu í París – en ég skemmti mér þó konunglega. Hvernig má það vera? Af hverju eyða tíma í að haturshorfa á Netflix-þætti þegar það er til ógrynni af góðu afþreyingarefni sem ég gæti auðveldlega nálgast? Þessari

...