Einar Þorsteinsson
Einar Þorsteinsson

Einar Þorsteinsson borgarstjóri telur uppfærðan samgöngusáttmála mun raunhæfari og skynsamlegri en áður. Hann kveðst verulega ánægður með þá breytingu að Miklabraut verði að göngum en ekki sett í stokk.

Hefurðu áhyggjur af því, þegar horft verður til baka eftir nokkur ár, að það sjáist enn meiri hækkanir? Eru þetta lokatölurnar?

„Ég held að það stjórnkerfi sem verið er að byggja utan um samgöngusáttmálann núna sé mun skilvirkara. Það er kveðið á um kostnaðaraðhald í þessum áætlunum. Auðvitað vitum við samt að samgönguvísitalan svokallaða, um kostnað í verklegum framkvæmdum sem tengjast samgöngumannvirkjum, hefur hækkað um tugi prósenta á undanförnum árum.“