Þórsmörk Meta á kosti þess að stofna þjóðgarð í Þórsmörk.
Þórsmörk Meta á kosti þess að stofna þjóðgarð í Þórsmörk. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp til að undirbúa og meta kosti þessi að stofna þjóðgarð í Þórsmörk og nágrenni.

Í starfshópnum eru Drífa Hjartardóttir sem er formaður, Anton Kári Halldórsson og Rafn Bergsson. Með hópnum mun starfa sérfræðingur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti. Er starfshópnum, sem á að skila tillögum fyrir 15. nóvember, falið að hafa samráð við forsætisráðuneytið vegna þjóðlendumála, viðkomandi sveitarfélög, Land- og skóg og aðra hagsmunaaðila.

Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu, að vinnan sé sett af stað að beiðni Rangárþings eystra en ráðherra átti fund með fulltrúum sveitarfélagsins í upphafi árs þar sem var farið yfir sýn sveitarfélagsins og helstu hagsmunamál svæðisins.

Á fundinum kom fram það sjónarmið heimafólks

...