Páll Eiríksson geðlæknir fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1941. Hann lést á Landspítalanum 9. ágúst 2024.

Foreldrar hans voru Eiríkur Pálsson frá Ölduhrygg í Svarfaðardal, lögfræðingur, f. 1911, d. 2002, og Björg Guðnadóttir söngkona, f. 1903, d. 1996. Systkini Páls eru Sigurveig Hanna, lögfræðingur og leikkona, f. 1943, d. 2019, og Anna Margrét grunnskólakennari, f. 1949, gift Ólafi Eyjólfssyni röntgenlækni. Hálfbróðir Páls var Stefán G. Ásbjörnsson, f. 1931, d. 1999.

Hinn 5. desember 1964 kvæntist Páll Jónu Bjarkan, f. 30. janúar 1944, d. 24. janúar 2024, ritara og verslunarkonu, og eiga þau þrjú börn. Elst er Björg forstjóri, f. 1965, gift André-Jacques Neusy og eiga þau eina dóttur, Rachel Jónu, f. 2001, og búa í Belgíu. Næstur er Eiríkur, f. 1968, háskólaprófessor í stærðfræðilegri líffræði, og á hann soninn Trausta Kiljan, f. 2004, og búa þeir

...