Þegar Íslendingar eru í landvinningum erlendis veltir maður því stundum fyrir sér hver áhrifin séu fyrir land og þjóð. Ef íslenskur listamaður eða íþróttamaður nýtur hylli erlendis, felur það sjálfkrafa í sér að aðdáendur viðkomandi vilji vita meira …
— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Þegar Íslendingar eru í landvinningum erlendis veltir maður því stundum fyrir sér hver áhrifin séu fyrir land og þjóð. Ef íslenskur listamaður eða íþróttamaður nýtur hylli erlendis, felur það sjálfkrafa í sér að aðdáendur viðkomandi vilji vita meira um Ísland? Ekki er skynsamlegt að alhæfa um of í þeim efnum en nú er í það minnsta enskur maður, Max Naylor að nafni, að vinna íslensk-enska orðabók fyrir Árnastofnun. Hann var ekki með neinar tengingar við Ísland en áhuginn á Íslandi kviknaði við að hlusta á hljómsveitina Sigur Rós.

Max Naylor sest niður með mér í nýjum húsakynnum Árnastofnunar á gamla Melavellinum en hann er hér í stuttri heimsókn vinnu sinnar vegna. Blaðamanni er óhætt að nota fyrra nafnið í viðtalinu þar sem Max er orðinn íslenskur ríkisborgari. Hann er

...