Óljóst er hvernig mikil viðbótarútgjöld vegna „samgöngusáttmálans“ verða fjármögnuð. Rangt væri að velta þeim kostnaði sjálfkrafa yfir á borgarbúa.
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Kjartan Magnússon

Upplýst hefur verið að áætlaður heildarkostnaður svonefnds samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins standi nú í 311 milljörðum króna. Þegar sáttmálinn var undirritaður árið 2019 var áætlað að heildarkostnaður við verkefnið yrði um 160 milljarðar. Þetta er gífurleg hækkun og komið er á daginn að kostnaðaráætlanir sáttmálans hafa flestar verið stórlega vanmetnar.

Mörg verkefni sáttmálans eru enn á frumstigi og því má gera ráð fyrir að kostnaðurinn verði enn hærri en nýjustu kostnaðaráætlanir sýna. Reynslan sýnir að slík verkefni hafa tilhneigingu til að fara langt fram úr upphaflegum áætlunum á síðari stigum hönnunar, sem og á framkvæmdatíma. Til dæmis var áætlað að Sæbrautarstokkur myndi kosta þrjá milljarða króna en sú kostnaðaráætlun hefur nífaldast og frumdrög hljóða upp á 27

...