Hljómsveitin Emma.
Hljómsveitin Emma.

Söngtónleikar undir yfirskriftinni „Ljúfir tónar um tilveruna“ verða haldnir í kvöld, fimmtudaginn 22. ágúst, kl. 20 í Hannesarholti. Þar verða flutt lög, íslensk jafnt sem erlend, sem fjalla á ljúfum nótum um gleði og alvarlegri hliðar tilverunnar.

Flytjendur eru Halldóra Eyjólfsdóttir messósópran, Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir sópran, Salka Rún Sigurðardóttir sópran og Þorsteinn Þorsteinsson baritón, Friðrik Vignir Stefánsson á píanó, Óskar Magnússon á gítar og Jón Guðmundsson á flautu.

Á Menningarnótt, laugardaginn 24. ágúst, frá kl. 13-17, mun hljómsveitin Emma bjóða upp á fjögurra tíma tónlistarveislu í Hljóðbergi í Hannesarholti. Emma kemur fram auk annarra tónlistarhópa úr hinni öflugu grasrótar- og ný-fólk-tónlistarsenu Reykjavíkur.