Við tvö erum sérdeilis góðir vinir. Honum líður best í fangi mínu og vill að ég klappi honum,“ segir Agnes Heiður Magnúsdóttir og á þar við kostulegan gæluhana sem heitir Chucky. „Fyrir tveimur árum vantaði mig nýjar hænur og ég ákvað að fá egg hjá vinafólki mínu til að unga út
Kærleikar Agnes og Chucky saman í kvöldsólinni úti í garði, en haninn sá kýs helst að vera í fangi hennar.
Kærleikar Agnes og Chucky saman í kvöldsólinni úti í garði, en haninn sá kýs helst að vera í fangi hennar. — Morgunblaðið/Kristín Heiða

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Við tvö erum sérdeilis góðir vinir. Honum líður best í fangi mínu og vill að ég klappi honum,“ segir Agnes Heiður Magnúsdóttir og á þar við kostulegan gæluhana sem heitir Chucky.

„Fyrir tveimur árum vantaði mig nýjar hænur og ég ákvað að fá egg hjá vinafólki mínu til að unga út. Ég fékk lánaða útungunarvél og eggin voru úr litlum asískum hænum með fiðraða fætur. Pekin bantam heita þær, en slíka tegund hafði ég aldrei áður átt. Útungun gekk vel og að vori voru nokkrir ungar komnir úr eggjum, en á meðan þeir voru litlir þurfti ég að hafa þá inni í íbúðarhúsi. Erfitt er að kyngreina hænuunga og ég hélt fyrst um sinn að Chucky væri hæna sem ég gaf nafnið Gullbrá. Gullbrá var uppáhaldshænan mín í ungahópnum, því hún vildi strax kúra í mínu

...