Þétt dagskrá verður í safnahúsum Listasafns Reykjavíkur á Menningarnótt og boðið upp á ýmsa viðburði. Frítt verður inn á allar sýningar og viðburði og opið fram á kvöld. Í Hafnarhúsi hefst dagskráin klukkan 12 með Erró – klippismiðju og…
Gjörningur Ragnar og Lucky 3 verða með gjörning á Kjarvalsstöðum.
Gjörningur Ragnar og Lucky 3 verða með gjörning á Kjarvalsstöðum. — Morgunblaðið/Einar Falur

Þétt dagskrá verður í safnahúsum Listasafns Reykjavíkur á Menningarnótt og boðið upp á ýmsa viðburði. Frítt verður inn á allar sýningar og viðburði og opið fram á kvöld.

Í Hafnarhúsi hefst dagskráin klukkan 12 með Erró – klippismiðju og „Menningar­messi“ í portinu þar sem haldinn verður markaður og boðið upp á tónlist, sýningar, leiki og ljóðalestur. Þá verður Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir með leiðsögn um sýninguna Murr og farandbrugghúsið Lady brewery stendur fyrir „pop-up“ bar.

Á Kjarvalsstöðum verður listahópurinn Lucky 3 ásamt Ragnari Kjartanssyni með gjörning undir yfirskriftinni „Hjúkrun“ klukkan 18. Gjörningurinn er „hugleiðing um skörun á blætisvæðingu asískra kvenna og heilbrigðisiðnaðarins, hugmyndina um umönnun og hvernig hún nærir gamlar rasískar staðalímyndir“, eins og segir á heimasíðu safnsins. Listahópurinn Lucky 3 var stofnaður af þremur íslenskum listamönnum af

...