Íþróttir eru mikilvægur þáttur í forvörnum þegar þeim er ekki beitt til að auka notkun áfengis. Mikilvægt er að sporna við þrýstingi áfengisiðnaðarins.
Aðalsteinn Gunnarsson
Aðalsteinn Gunnarsson

Aðalsteinn Gunnarsson

Lengi hefur okkur verið hugleikin meðferð áfengis, þó sérstaklega í tengslum við íþróttir, þar sem IOGT á Íslandi hefur verið virkt í forvörnum síðan 1884 og heldur um þessar mundir upp á 140 ára starfsafmæli. IOGT á Íslandi fagnar endurskoðun á málsmeðferðarreglum borgarráðs Reykjavíkur um veitingastaði og gististaði, þar sem fjallað er um meðferð áfengis í íþróttahúsum. IOGT á Íslandi er alfarið á móti leyfi til notkunar áfengis í íþróttahúsum eða á íþróttaviðburðum. Áfengi er engin venjuleg neysluvara og það er mikilvægt að nota alltaf nýjustu upplýsingar og rannsóknir í forvarnavinnu. Stutta svarið sem vísindin gefa er að aukið aðgengi að áfengi eykur notkun áfengis. Áfengisiðnaðurinn er mjög ágengur í að koma sínum vörum að og ýtir undir notkun með því að selja sem flestum. Þeir vilja fjölga notendum sem byrja fyrr (sem yngstir) til að tryggja sér nýja notendur. Því

...