Demantur Mokgweetsi Masisi forseti Botsvana sýnir demantinn.
Demantur Mokgweetsi Masisi forseti Botsvana sýnir demantinn. — AFP/Monirul Bhuiyan

Demantur sem er 2.492 karöt eða nærri hálft kíló fannst nýlega í Botsvana í Afríku. Er þetta næststærsti demantur sem fundist hefur í karötum talið en sá stærsti er Cullinan-demanturinn sem fannst í Suður-Afríku árið 1905 og var 3.016 karöt.

Demanturinn fannst í Karowe-demantanámunni í norðausturhluta landsins, að sögn kanadíska námufyrirtækisins Lucara Diamond. Ekki voru veittar upplýsingar um áætlað verðmæti eða hreinleika demantsins.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að um sé að ræða einn stærsta demant sem fundist hafi. Sérstakri röntgentækni, sem komið var fyrir í námunni árið 2017, var beitt til að finna demantinn. Lucara fann 1.174 karata demant í Botsvana árið 2021 með sömu tækni.

Forsetinn skoðaði demantinn

Mokgweetsi Masisi forseti

...