Utanvegahlaup kveiktu neista í Agli Trausta Ómarssyni en hann segir keppnishlaupin skemmtileg.
Utanvegahlaup kveiktu neista í Agli Trausta Ómarssyni en hann segir keppnishlaupin skemmtileg. — Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Egill Trausti var skráður í fótbolta þegar hann var ungur drengur. Það kom snemma í ljós að hreyfingin átti vel við hann. Þegar hann var rúmlega tvítugur meiddist hann og þurfti að hætta í fótbolta. „Ég var að spila með meistaraflokki Fylkis í Pepsídeildinni og fór úr hnélið árið 2014. Adrenalínfíkillinn og íþróttaálfurinn ég varð að finna mér eitthvað annað,“ segir Egill Trausti sem var rúmlega tvítugur þegar hann þurfti að finna sér nýja íþrótt.

Eftir meiðslin fór hann að æfa frjálsar íþróttir en honum fannst það eðlilegt framhald af sínum íþróttaferli þar sem gat hlaupið hratt. Þegar hann mætti í frjálsar kom í ljós að hann kunni ekki að hlaupa. „Silja Úlfarsdóttir á stóran þátt í að kenna mér að hlaupa, en maður hleypur allt öðruvísi í fótbolta og spretthlaupum. Hún kenndi mér að hlaupa og þetta gekk svona vel. Svo var mér var var bent á að fara í crossfit að styrkja mig fyrir hlaupin.

...