„Það verður að vera nóg rými í samfélaginu til þess að gera tilraunir með tónlistina, vegna þess að tilraunamennskan er inngangur okkar að framtíðinni,“ segir Kjartan Ólafsson tónskáld í samtali við Morgunblaðið um plötuna Guitar sem kom út fyrr í mánuðinum
Gítarinn Verkin á plötunni spanna breitt tímabil og má líta á þau sem mikilvæga heimild fyrir framtíðina hvað varðar íslenska tónlistarsögu.
Gítarinn Verkin á plötunni spanna breitt tímabil og má líta á þau sem mikilvæga heimild fyrir framtíðina hvað varðar íslenska tónlistarsögu. — Morgunblaðið/Eyþór

Viðtal

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

„Það verður að vera nóg rými í samfélaginu til þess að gera tilraunir með tónlistina, vegna þess að tilraunamennskan er inngangur okkar að framtíðinni,“ segir Kjartan Ólafsson tónskáld í samtali við Morgunblaðið um plötuna Guitar sem kom út fyrr í mánuðinum. Verkin á plötunni samdi hann öll fyrir gítarleikarann Pétur Jónasson en vinskapur þeirra nær aftur um hálfa öld. Blaðamaður hitti Kjartan og Pétur í kaffi og ræddi við þá um tónlistina, tæknina og gítarleikinn.

Félagar í 50 ár

„Við höfum verið hálfgerðir fóstbræður í næstum því 50 ár og unnið saman á mörgum sviðum, ekki síst í músíkinni. Ég hef verið svo heppinn að Kjartan hefur skrifað mörg verk fyrir mig í gegnum

...