Ólafur Þór Thorlacius fæddist 21. október 1936. Hann lést 27. júlí 2024. Útförin fór fram 16. ágúst 2024.

Alla tíð voru íþróttir líf og yndi Óla. Eftir að hafa stundað handbolta með FH varð körfuboltinn fyrir valinu. Þar var Óli í hópi frumherja, jafnt á vettvangi síns félags og einnig varðandi landslið Íslands.

Óli gekk til liðs við körfuknattleiksfélagið Gosa, sem stofnað var 1951 af nokkrum nemendum Menntaskólans í Reykjavík. Allir áttu þeir það sameiginlegt að vera KR-ingar, en þeir höfðu fengið neitun um að stofna körfuknattleiksdeild innan þess félags. Óli var einn þeirra sem töldu Gosa ekki nægjanlega virðulegt nafn, þannig að 1957 var því breytt í Körfuknattleiksfélag Reykjavíkur, KFR. Óli var um tíma spilandi þjálfari hjá meistaraflokki KFR. Hann hafði afar sérstakan skotstíl, sem mörgum er í fersku minni. Óli hætti að spila þegar hann

...