Þeir sem kynntust Árna Pálssyni gleyma honum aldrei.
Árni Pálsson
Árni Pálsson

Bragi Kristjónsson

Árni Pálsson var fæddur 12. september 1878 að Hjaltabakka í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann var bókavörður við Landsbókasafnið, eftir að hafa lagt stund á sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla í mörg ár. Síðar varð hann prófessor við Háskóla Íslands í mörg ár og ritstjóri Skírnis – tímarits hins íslenzka Bókmenntafélags um margra ára skeið. Árni Pálsson þótti með ritleiknustu mönnum síns samtíma og skrifaði meðal annars langa og merka grein um kynni sín af Jóhanni Sigurjónssyni. Birtist hún í bók hans „Á víð og dreif“ sem út kom 1947 hjá forlagi Helgafells.

Þeir sem kynntust Árna gleyma honum aldrei. Hann hafði sína galla, en á beztu stundum ævi hans skein sól og sumar allt í kringum hann. Árni Pálsson var tvíkvæntur. Hann eignaðist fjögur börn: Guðmund, sem var alldrykkfelldur bakari í Björnsbakaríi, Skúla, sem

...