Geir Ágústsson
Geir Ágústsson

Geir Ágústsson fjallar á blog.is um samgöngur og merkingu orða. Hann skrifar: „Þetta með samgöngur á höfuðborgarsvæðinu virðist ekki vera einfalt mál. Ekki einfalt því einfaldar lausnir fá ekki að komast að. Stífluð gatnamót?

Gerið þau mislæg. Töf á ljósum? Samstillið þau. Erfitt að beygja út af vegi? Setjið frárein. Vandamál fyrir gangandi og hjólandi? Byggið brú eða göng. Enginn í strætó? Minnkið vagna og fjölgið þeim fyrir sama verð og að láta risastórar rútur keyra tómar á lágri tíðni. Fáir að hjóla? Byggið ódýra, upplýsta og upphitaða hjólastíga sem eru ekki ofan í umferðinni.

Nei, þess í stað er alltaf talað um dýrustu mögulegu lausnir sem enginn skilur, enginn mun nýta sér og enginn hefur efni á.

Að ríkisvaldið tali núna um að eitthvað sé fullfjármagnað er svo brandari út af

...