Að stíga á vigt alla morgna er eins og að vera með sjálfan sig á sjálfseyðingarnámskeiði.
Að stíga á vigt alla morgna er eins og að vera með sjálfan sig á sjálfseyðingarnámskeiði. — Unsplash /Clay Banks

Orðið breytingaskeið ómar skyndilega allt í kringum mig. Það er sama hvert ég fer eða fer ekki; alls staðar eru konur að tala um hormónagel, hormónamælingar, fyrirbyggjandi aðgerðir áður en lífið hrynur, skapsveiflur, þyngdaraukningu, hárlos, litabreytingar á húð, svefnleysi og verki í líkamanum.

Á dögunum hitti ég æskuvinkonur mínar og hvað var til umræðu? Jú, auðvitað yfirvofandi breytingaskeið.

Vinkona mín hafði pantað sér tíma hjá kvensjúkdómalækni til þess að láta mæla hormónabúskapinn hjá sér. Einhver sjálfskipaður sérfræðingur hafði bent henni á að gera það. Það er ekki hlaupið að því að fá tíma hjá kvensjúkdómalækni þannig að hún varð ógurlega fegin þegar hún komst loksins að og gat fengið stóradóm staðfestan.

Kvensjúkdómalæknirinn, sem er virðuleg kona

...