„Ég finn fyrir innri titringi í hvert sinn sem ég sé auglýst nýtt nám og þá sérstaklega eitthvað sem snýr að andlegri vellíðan.“
Edda Björgvinsdóttir er afar þakklát fyrir gjafir lífsins.
Edda Björgvinsdóttir er afar þakklát fyrir gjafir lífsins. — Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Af hverju jóga?

„Ég er ótrúlega ör manneskja, þarf alltaf að vera á miklum hraða og gera mikið. Það getur verið erfitt og slítandi en sömuleiðis skapandi fyrir manneskju eins og mig. Í gegnum allt mitt brambolt, dans, leikfimi og guð má vita hvað fleira, þá fann ég fljótt að jóga gaf mér einhvern klett og magnaði gleðina, sem ég átti að vísu nóg af.

Ég hafði ekki mikla trú á eigin getu í fyrstu, enda hélt ég að það gæti enginn stundað jóga nema vera ofboðslega liðugur og með mikla djúpa innri ró, ég afskrifaði því sjálfa mig snarlega þar sem ég er hvorki liðug né með meðfædda innri ró. En forvitnin leiddi mig þangað og komst ég að því að jóga hefur ekkert með liðleika að gera. Ég fann fljótt að þetta voru töfrabrögð í lífi mínu og visst listform sem kenndi mér að hafa hemil á sjálfri mér. Jóga kenndi mér sjálfsaga,“ segir Edda.

...