„Ég átti nokkuð góðar meðgöngur heilt yfir. Mér hefur gengið vel að koma mér aftur af stað að hreyfa mig eftir barneignir og regluleg hreyfing á meðgöngu hefur hjálpað við það. Ég lagði upp úr því að hlusta á líkamann og gaf mér þann tíma sem þurfti hverju sinni.“
Sigurgísli og Íris á brúðkaupsdaginn sinn.
Sigurgísli og Íris á brúðkaupsdaginn sinn. — Ljósmynd/Eyþór Árnason

Íris er fædd og uppalin í Grafarvogi og býr þar í dag ásamt eiginmanni sínum, Sigurgísla Gíslasyni, og börnunum þeirra fjórum. Hún er með BS-gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og vann til fjölda ára í Birtu lífeyrissjóði, en í ársbyrjun 2022 tóku þau hjónin við rekstri rótgróins fyrirtækis.

„Ég tók stökkið með honum og fór á fullt í reksturinn og hef verið í því síðan. Fyrirtækið sérhæfir sig í alhliða fasteignaviðhaldi en mitt starf felst einkum í því að sinna því sem viðkemur daglegum rekstri skrifstofu, skipulagi, fjármálum, tilboðs- og reikningagerð, innkaupum og ýmsu fleiru. Starfsstöðin er nálægt heimilinu og það gerir það auðveldara að samræma vinnu og annasamt fjölskyldulíf. Ég get einnig unnið að heiman ef á reynir og á öllum tímum sólarhringsins, ef ég kæri mig um. Engir tveir dagar eru eins og ég finn mig vel í þessu fjölbreytta starfi,“ segir

...