Vextir Frekari vaxtalækkanir gætu verið í kortunum í Evrópu.
Vextir Frekari vaxtalækkanir gætu verið í kortunum í Evrópu. — Morgunblaðið/Ómar

Evrópskir stjórnmálamenn sem stýra málefnum Evrópska seðlabankans (ECB) töldu ekki brýnt að lækka stýrivexti í síðasta mánuði, en gáfu í skyn að endurskoða þyrfti þá ákvörðun í september, þar sem háir vextir væru farnir að hafa hamlandi áhrif á hagvöxt í Evrópu.

Fréttaveita Reuters greindi frá að ákveðið hefði verið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 3,75% á síðasta fundi bankans sem haldinn var dagana 17.-18. júlí sl.

Við það tilefni voru ekki gefnar neinar vísbendingar um hver framtíðarstefna ECB væri, þrátt fyrir áhyggjur af að vextirnir væru byrjaðir að takmarka hagvöxt í Evrópu of mikið, til að ná 2% verðbólgumarkmiði bankans.

Fram kemur að ECB hafi verið meðal fyrstu seðlabanka til að ríða á vaðið og lækka stýrivexti í júní um 0,25%.

Þá þykja hagtölur á evrusvæðinu undanfarnar sex vikur renna stoðum undir að sú ákvörðun að lækka vextina hafi haft almennt jákvæð áhrif á efnahag aðildarríkja sem gefi tilefni til enn frekari vaxtalækkana til að

...