Reynslan sýnir að frelsi sem ekki er samtengt varanlegum gildum leiðir til siðferðislegrar afstæðishyggju.
Kristinn Sv. Helgason
Kristinn Sv. Helgason

Kristinn Sv. Helgason

Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að miðja íslenskra stjórnmála nái sínum fyrri styrk og bjóði upp á skýran valkost við þá hugmyndafræði óhefts frjálsræðis sem hefur verið ráðandi hér á landi síðasta áratuginn. Þessi hugmyndafræði setur valfrelsi einstaklingsins ofar öðrum gildum eins og almannaheill, samvinnu, samstöðu og mannlegri reisn.

Það má færa fyrir því rök að hugmyndafræði óhefts frjálsræðis sé ósjálfbær þar sem hún hefur leitt til vaxandi efnahagslegs ójöfnuðar, menningarlegrar einsleitni og aukinnar einstaklingshyggju og grafið undan frjálsum skoðanaskiptum sem og virðingu fyrir hefðbundnum gildum. Í þessari hugmyndafræði er enginn sannleikur, bara skoðanir.

Á síðasta áratug hafa talsmenn óhefts frjálsræðis verið áhrifamiklir í skoðanamyndun í stjórnmálum

...