Hvítur á leik.
Hvítur á leik.

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Bd2 b6 5. Rf3 Bb7 6. e3 0-0 7. Bd3 d5 8. cxd5 exd5 9. Re5 Bd6 10. Hc1 c5 11. 0-0 Rc6 12. Rg4 cxd4 13. exd4 Rxg4 14. Dxg4 Rb4 15. Bb1 Bc8 16. Dh5 g6 17. Dh6 Rc6 18. Rxd5 Rxd4 19. Hfe1 Rf5.

Þessi staða kom upp á móti sem haldið var í árslok 2023 í Basel í Sviss. Þjóðverjinn Sebastian Hoffmann (2.176) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Dusan Lekic (2.335) frá Svartfjallalandi. 20. Bxf5! Bxf5 21. Bc3! f6 22. Bxf6! lykilleikur fléttunnar, núna vinnur hvítur lið. 22. … Hxf6 23. He8+! Hf8 24. Hxd8 Haxd8 25. Dh4 Be6 26. Re7+ Kg7 27. Rc6 Hd7 28. Rd4 Bd5 29. He1 og svartur gafst upp. Rafíþróttasamband Íslands sér um Íslandsmótið í netskák í ár en frá því verður reglulega sýnt í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans í vetur. Næstkomandi sunnudagskvöld fara undanrásir fram, sjá skak.is.