Tvenna Theodór Elmar Bjarnason og Eiður Gauti Sæbjörnsson í gær.
Tvenna Theodór Elmar Bjarnason og Eiður Gauti Sæbjörnsson í gær. — Morgunblaðið/Eggert

HK kom sér úr botnsæti Bestu deildar karla í knattspyrnu með því að vinna magnaðan endurkomusigur á KR, 3:2, í frestuðum fallbaráttuslag og síðasta leik 17. umferðarinnar í Kórnum í gærkvöldi.

HK er í 11. og næstneðsta sæti, fallsæti, með 17 stig. Vestri er sæti ofar með jafnmörg stig en betri markatölu og KR er í níunda sæti með 18 stig. Fylkir er á botninum með 16 stig.

Í gærmorgun vísaði áfrýjunardómstóll KSÍ kröfu KR frá um að liðinu yrði dæmdur sigur, eftir að fresta þurfti leiknum fyrir tveimur vikum vegna brotins marks í Kórnum.

KR-ingar virtust ekki láta það á sig fá að vera gert að spila leikinn og komust tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik sneri HK hins vegar taflinu við með þremur

...