Fyrstu kaupendur íbúðarhúsnæðis eiga enn erfiðara um vik en áður að komast inn á fasteignamarkaðinn. Á sama tíma standa einstaklingar og fjölskyldur frammi fyrir þröngum kostum á leigumarkaði. Í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem…

Sviðsljós

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Fyrstu kaupendur íbúðarhúsnæðis eiga enn erfiðara um vik en áður að komast inn á fasteignamarkaðinn. Á sama tíma standa einstaklingar og fjölskyldur frammi fyrir þröngum kostum á leigumarkaði.

Í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kom út í gær eru tekin dæmi sem sýna að vegna hærri vaxta, hærra íbúðaverðs og þrengri lánaskilyrða þurfa fyrstu kaupendur íbúða að hafa mun hærri tekjur en fyrir fáum árum til að ráða við afborganir af húsnæðislánum. Nauðsynlegar tekjur fyrstu kaupenda til þess að geta staðið straum af verðtryggðum lánaafborgunum fyrir meðalíbúð eru nú rúmlega 70% hærri en þær voru í byrjun árs 2020. Á sama tíma

...