Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er spenntur fyrir komandi tímum í hollensku úrvalsdeildinni en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Utrecht síðastliðinn miðvikudag. Kolbeinn Birgir, sem er 24 ára gamall, gekk til liðs við Utrecht …
Holland Kolbeinn Birgir Finnsson skrifaði undir þriggja ára samning við Utrecht eftir eitt og hálf ár í herbúðum Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni.
Holland Kolbeinn Birgir Finnsson skrifaði undir þriggja ára samning við Utrecht eftir eitt og hálf ár í herbúðum Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. — Ljósmynd/@fcutrecht

Holland

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er spenntur fyrir komandi tímum í hollensku úrvalsdeildinni en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Utrecht síðastliðinn miðvikudag.

Kolbeinn Birgir, sem er 24 ára gamall, gekk til liðs við Utrecht frá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby þar sem hann hafði leikið frá því í janúar á síðasta ári.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Kolbeinn leikið erlendis undanfarin átta ár, að undanskildu hálfu tímabili hér á landi þegar hann lék með uppeldisfélagi sínu Fylki á láni frá Brentford á Englandi. Hann hefur einnig leikið með unglingaliði Groningen í Hollandi og unglingaliði Borussia Dortmund á atvinnumannsferlinum.

Mjög

...