Þjóðræknisfélag Íslendinga var stofnað 1. desember 1939 í þeim tilgangi að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og fólks af íslenskum ættum í Vesturheimi og þjóðræknisþingið á Hótel Natura á sunnudaginn verður hápunktur 85 ára afmælisársins
Á Gimli Dagskrá Íslendingadagsins hefst alltaf með akstri um bæinn.
Á Gimli Dagskrá Íslendingadagsins hefst alltaf með akstri um bæinn.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Þjóðræknisfélag Íslendinga var stofnað 1. desember 1939 í þeim tilgangi að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og fólks af íslenskum ættum í Vesturheimi og þjóðræknisþingið á Hótel Natura á sunnudaginn verður hápunktur 85 ára afmælisársins. Boðið verður upp á viðamikla dagskrá frá klukkan 14.00 til 16.00 og er þingið öllum opið. „Sagan er heillandi og hjartnæm,“ segir Pála Hallgrímsdóttir formaður ÞFÍ.

Í febrúar 2020 hóf Pála störf sem verkefnisstjóri Snorrasjóðs og gegndi starfinu í um þrjú ár. Hún tók við sem formaður ÞFÍ í september í fyrra og er jafnframt varaformaður Snorrasjóðs. „Ég hef alltaf verið heilluð af sögu vesturfaranna og ákvað að slá til,“ segir hún um umsóknina um stöðu verkefnastjóra. Hún bætir við að hún hafi

...