ÍBV vann sterkan sigur á Selfossi, 3:0, þegar liðin áttust við í Suðurlandsslag í 16. umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. ÍBV er í fjórða sæti með 25 stig, þremur stigum á eftir Fram og Gróttu í sætunum fyrir ofan og á því enn…
Drjúg Olga Sevcova skoraði tvennu fyrir ÍBV gegn Selfossi í gærkvöldi.
Drjúg Olga Sevcova skoraði tvennu fyrir ÍBV gegn Selfossi í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Arnþór

ÍBV vann sterkan sigur á Selfossi, 3:0, þegar liðin áttust við í Suðurlandsslag í 16. umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi.

ÍBV er í fjórða sæti með 25 stig, þremur stigum á eftir Fram og Gróttu í sætunum fyrir ofan og á því enn möguleika á því að ná öðru sætinu, sem gefur sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili.

Selfoss er enn í níunda sæti, fallsæti, með 14 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Bæði lið féllu úr Bestu deildinni á síðasta tímabili en upplifa nú ólíkt hlutskipti.

Olga Sevcova skoraði tvívegis fyrir ÍBV og er komin með níu mörk í 16 deildarleikjum. Helena Hekla Hlynsdóttir komst einnig á blað.

HK heimsótti botnlið ÍR í Breiðholtið og hafði betur, 3:1. HK er í fimmta sæti með

...