Viktor Örn varð Íslandsmeistari með Breiðabliki árið 2022.
Viktor Örn varð Íslandsmeistari með Breiðabliki árið 2022. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Viktor þekkir vel hve stórt hlutverk hausinn spilar í íþróttum og segir að sálfræðin sé að vissu leyti vannýtt fræðigrein í íþróttaheiminum sem og í öðrum greinum þar sem leitað er eftir bætingum og velgengni. Hann setti því nýverið á laggirnar fyrirtækið Hugrænn styrkur ásamt félaga sínum, Hjálmtý Alfreðssyni sálfræðingi og handknattleiksmanni. Þar bjóða þeir upp á sálfræðiþjónustu sem er sérsniðin að fólki sem er að reyna að skara fram úr á ákveðnu sviði, til dæmis afreksfólk í íþróttum, eða vill láta sér líða vel í því sem það er að fást við.

Fótboltaferill Viktors hófst þegar hann var sjö ára gamall með Breiðabliki í Kópavoginum, en hann viðurkennir að iðkunin hafi þó verið með hálfum huga til að byrja með. „Ég held að ég hafi hangið í fótboltanum út af bróður mínum, Finni Orra, sem var og er enn að spila. Tíu ára fór ég svo að æfa á fullu og síðan þá hefur fótboltinn verið mitt helsta

...