Maðurinn með hattinn er hagmælskur og á fésbók. Að öðru leyti er fátt um hann vitað, annað en að hann gengur með hatt. Og svo er hann ekki ánægður með íslenska sumarið: Í sumar ríkti súld og rok, sumra jók á vanda Alveg fékk ég upp í kok af þeim veðurfjanda

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Maðurinn með hattinn er hagmælskur og á fésbók. Að öðru leyti er fátt um hann vitað, annað en að hann gengur með hatt. Og svo er hann ekki ánægður með íslenska sumarið:

Í sumar ríkti súld og rok,

sumra jók á vanda

Alveg fékk ég upp í kok

af þeim veðurfjanda.

Hólmfríður Bjartmarsdóttir tekur undir með honum:

Ei var tíðin alltaf hlý

oftar regn og vindur.

Enn er jörðin fannafrí

fölnar stöku tindur.

Það yrkja fleiri undir dulnefni á fésbók. Kerlingin á Skólavörðuholtinu orti á sínum tíma:

...