Sigurður Rúnarsson, varaformaður Siðmenntar og fulltrúi félagsins í kirkjugarðsstjórn Kirkjugarða Reykjavíkur, telur að betur færi á því að rekstur kirkjugarðanna væri á hendi sveitarfélaganna en hjá sjálfseignarstofnunum.

„Í eðli sínu eru þetta skipulagsstörf sem mér þætti eðlilegt að sveitarfélögin tækju yfir og fleiri innan Siðmenntar eru þeirrar skoðunar,“ segir Sigurður sem sjálfur hefur starfað við útfararþjónustu í rúma þrjá áratugi. Sveitarfélögin séu hvort sem er í sambærilegum verkefnum eins og garðyrkju.

„Þessi störf sem unnin eru vegna kirkjugarðanna, bæði hvað varðar stjórnun og fagleg garðyrkjustörf, eru nákvæmlega eins og þau störf sem unnin eru hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin hanna, skipuleggja og halda við görðum eins og Hljómskálagarðinum og Klambratúni (áður Miklatún)

...