Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Bílastæðum í Vesturbæ Reykjavíkur kemur til með að fækka enn frekar þegar framkvæmdum lýkur fyrir framan Dunhaga 18-20 í takt við stefnu Reykjavíkurborgar um að fækka bílastæðum í borginni.

Meðfylgjandi er nýleg mynd af nýbyggingunni sem er íbúðarhús með rýmum á jarðhæðinni sem hugsuð eru fyrir verslun eða þjónustu. Fyrir framan bygginguna er verið að gera göngustíg. Íbúi í hverfinu sem blaðið ræddi við velti því fyrir sér hvort þeim framkvæmdum og frágangi lyki ef til vill ekki fyrr en næsta sumar þar sem nú er nokkuð liðið á sumarið. Íbúar og gestir í hverfinu lögðu gjarnan fyrir framan bygginguna en ekki er gert ráð fyrir bílastæðum þar í framtíðinni. Fyrr í sumar hætti fólk að geta nýtt þau stæði vegna framkvæmdanna hjá borginni.

...