Forsetasetrið Bessastaðir verða opnir fyrir almenning á Menningarnótt.
Forsetasetrið Bessastaðir verða opnir fyrir almenning á Menningarnótt. — Morgunblaðið/Ómar

Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi í tilefni Menningarnætur á morgun, laugardag. Þetta er í fyrsta sinn sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Björn Skúlason eiginmaður forseta bjóða almenningi að heimsækja Bessastaði síðan hún tók við.

Forsetahjónin taka á móti gestum milli klukkan 14 og 17 og býðst fólki að skoða staðinn.

Bessastaðir eiga sér merka sögu, segir í tilkynningu frá embættinu. Auk Bessastaðastofu, sem byggð var á 18. öld, geta gestir skoðað móttökusal og bókhlöðu forsetasetursins sem eru síðari tíma viðbyggingar.

„Í húsinu má meðal annars sjá úrval myndlistar eftir íslenska listamenn og sýnishorn gjafa sem borist hafa forsetum lýðveldisins. Þá verða til sýnis dæmi um mannvistarleifar sem fundist hafa við fornleifarannsóknir og veita innsýn

...