Sýningin Ótemja verður opnuð í dag klukkan 14 í Gallerí Gróttu og mun standa til 14. september. Í tilkynningu segir að sýningin kanni hugmyndir í kringum hið „villta“ og birtingarmynd þess innan lista, femínisma, náttúru og fagurfræði
Gallerí Grótta Sýningin Ótemja kannar hugmyndir í kringum hið „villta“.
Gallerí Grótta Sýningin Ótemja kannar hugmyndir í kringum hið „villta“.

Sýningin Ótemja verður opnuð í dag klukkan 14 í Gallerí Gróttu og mun standa til 14. september. Í tilkynningu segir að sýningin kanni hugmyndir í kringum hið „villta“ og birtingarmynd þess innan lista, femínisma, náttúru og fagurfræði. „Hið ótamda kallar ósjálfrátt á ákveðna skautun (polarization) sem afhjúpar hugmyndir okkar um menningu og atferli um leið og það þrýstir á mörk væntinga og ástands. Enn fremur krefst hið ótamda þess að við metum hugmyndir okkar um fegurð, krafta og frelsi á nýjan eða annan hátt.“ Listamenn sýningarinnar eru Dagmar Atladóttir, Elín Anna Þórisdóttir og Guðný Rúnars­dóttir en sýningin er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins.