„Hér er samfélag í sorg. Nú þurfum við að gera okkar besta til að þess að ná utan um fólk hér sem á um sárt að binda og þarf hjálp,“ segir sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Neskaupstað, í samtali við Morgunblaðið
Norðfjarðarkirkja Samverustund og sálgæsla og stuðningur veittur.
Norðfjarðarkirkja Samverustund og sálgæsla og stuðningur veittur. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Hér er samfélag í sorg. Nú þurfum við að gera okkar besta til að þess að ná utan um fólk hér sem á um sárt að binda og þarf hjálp,“ segir sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Neskaupstað, í samtali við Morgunblaðið. Eftir voveiflega atburði þar í bæ á fimmtudag, þegar eldri hjón fundust látin, og andlát ungs manns úr bænum sem varð fyrir voðaskoti þegar hann var á gæsaveiðum á öræfum hefur kirkjan sinnt margvíslegu sálgæslustarfi í samfélaginu

...