Grjót- og aurskriður féllu á Tröllaskaga í grennd við Siglufjörð í gær. Siglufjarðarvegi var lokað síðdegis vegna skriðufalla. Mikil úrkoma var á svæðinu í gær og lýsti ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, yfir óvissustigi á Tröllaskaga af þeim sökum

Sonja Sif Þórólfsdóttir

sonja@mbl.is

Grjót- og aurskriður féllu á Tröllaskaga í grennd við Siglufjörð í gær. Siglufjarðarvegi var lokað síðdegis vegna skriðufalla.

Mikil úrkoma var á svæðinu í gær og lýsti ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, yfir óvissustigi á Tröllaskaga af þeim sökum. Siglufjarðarvegi milli Ketiláss og Siglufjarðar var lokað síðdegis. Gul viðvörun var í gildi á svæðinu til klukkan þrjú í nótt en spár Veðurstofu Íslands gera ráð fyrir að úrkoma minnki með morgninum.

Flæddi inn í hús

Sólarhringsúrkoma mældist 150 mm í gær og flæddi inn í hús á eyrinni á Siglufirði.

„Það sem er óvenjulegt núna er að það er búið að vera mjög vætusamt á

...