„Ég held að fólk megi fyrst og fremst búast við fjölbreytni en hátíðin fer fram víðs vegar um borgina. Við erum með tónleika á ýmsum tónleikastöðum eins og í Hörpu, Fríkirkjunni í Reykjavík, Jómfrúnni, Bird, Jörgensen, Ský bar og á fleiri góðum stöðum
Jazzhátíðarsigling Jazzcruise Brassband ætlar að leika fyrir gesti úti á sjó.
Jazzhátíðarsigling Jazzcruise Brassband ætlar að leika fyrir gesti úti á sjó.

Viðtal

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

„Ég held að fólk megi fyrst og fremst búast við fjölbreytni en hátíðin fer fram víðs vegar um borgina. Við erum með tónleika á ýmsum tónleikastöðum eins og í Hörpu, Fríkirkjunni í Reykjavík, Jómfrúnni, Bird, Jörgensen, Ský bar og á fleiri góðum stöðum. Einnig verðum við með Jazzhátíðarsiglingu 1. september, sem er dálítið spennandi, en þar ætlar Elding að bjóða upp á tónleika úti á sjó með Jazzcruise Brassband,“ segir Pétur Oddbergur Heimisson, framkvæmdastjóri Jazzhátíðar í Reykjavík, inntur eftir fyrirkomulagi hátíðarinnar í ár.

Jazzhátíðin í Reykjavík hefur verið haldin árlega allt frá árinu 1990 og er næstelsta tónlistarhátíð landsins af þeim sem enn eru starfræktar. Í ár fer hún fram dagana 27. ágúst til

...