Spánn Hildur hefur leikið 18 A-landsleiki og skorað tvö mörk.
Spánn Hildur hefur leikið 18 A-landsleiki og skorað tvö mörk. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Hildur Antonsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er gengin til liðs við spænska félagið Madrid CFF, sem leikur í efstu deild þar í landi. Hildur kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Fortuna Sittard í Hollandi, þar sem hún lék undanfarin tvö ár í efstu deild.

Hildur gekk til liðs við hollenska félagið frá Breiðabliki en hún hefur einnig spilað fyrir Val.

Madrid CFF var stofnað árið 2010 og hafnaði í sjötta sæti efstu deildar Spánar á síðasta tímabili.